Marina Warner á Hugvísindaþingi - Hugsað með sögum; notkun ímyndunaraflsins á erfiðum tímum
Marina Warner, rithöfundur og prófessor í ensku og ritlist, mun flytja hátíðarfyrirlestur á Hugvísindaþingi í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 9. mars kl. 12.00. Hún er heiðursgestur Hugvísindaþings í ár. Marina Warner er þekktust fyrir skrif um femínisma og goðsagnir.
Á vef hugvísindaþings kemur fram ,,að þekktustu verk hennar [séu) Alone of all her sex: the myth and cult of the Virgin Mary (1976) og skáldsagan The lost father sem var tilnefnd til Booker-verðlaunanna árið 1988.
Nýjasta ritverk hennar er bókin Fairy Tale: A Very Short Introduction sem Oxford bókaútgáfan gefur út á þessu ári. Marina var valin félagi í British Academy árið 2005 og var veitt DBE-orða breska samveldisins 2015 fyrir framlag hennar til bókmenntastarfs. Hún hlaut norsku Holberg verðlaunin árið 2015, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á sviði félags- og hugvísinda.
Á liðnu ári fékk hún World Fantasy Lifetime verðlaunin, en meðal verðlaunahafa í gegnum tíðina eru Ursula K. Le Guin, Stephen King, Terry Pratchett, Italo Calvino og Roald Dahl. Þá hefur hún setið í valnefndum Booker-bókmenntaverðlaunanna og myndlistarverðlaunanna Turner Prize og stundað kennslu og rannsóknir við Oxford-, Cambridge-, Stanford- og Princeton-háskóla. Sjá nánar á heimasíðu Marinu Warner hér."
Erindi Warner heitir: HUGSAÐ MEÐ SÖGUM: NOTKUN ÍMYNDUNARAFLS Á ERFIÐUM TÍMUM Bókmenntir flakka: Geti þær ferðast þá ferðast þær og færast milli tungumála og menningarheima. Þegar textar færast milli staða þá breytast þeir en varðveita engu að síður ýmis sérkenni. Margar af þeim sögum sem hafa ferðast hvað víðast eru goðsagnir og ævintýri, í eðli sínu fullar af ímynduðum veruleika. Þær eru ekki vitnisburður um atburði sem áttu sér stað heldur gefa þær reynslu og minningum nýtt form.
Marina Warner mun leggja út af notkun nútímahöfunda á goðsögum og furðusögum til að kanna hvernig ímyndunarafl í frásögnum tengist samtímaatburðum, mótar menningarkima samkenndar menningarleg heimasvæði og lofar leiðum til yfirbóta.
Titill á ensku og útdráttur: THINKING WITH STORIES: ACTS OF IMAGINATION IN TROUBLED TIMES Literature is migratory: if it can it will travel, and move across languages and cultures; as texts translocate, they change, but still retain recognisable features. Many of the best-travelled stories are myths and fairy tales, intrinsically filled with imaginary elements; they are not testimonies of what happened, but they give a different form to experience and memory.
In relation to contemporary writers’ uses of myth and fantasy, Marina Warner will explore how acts of narrative imagination interact with current events, form cultural sites of belonging and promise ways of redress.
Mynd: Dan Welldon
Ása Jóhanns