SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir12. nóvember 2017

Fugl óttans

Ljóð vikunnar að þessu sinni er Fugl óttans breytir sífellt um lögun eftir skáldkonuna Nínu Björk Árnadóttur. Frekari upplýsingar um Nínu Björk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is

Nína Björk Árnadóttir 1979

Fugl óttans breytir sífellt um lögun

Fugl óttans er stór
hann tekur manneskjuna í klærnar
og flýgur með hana langt
svo langt
frá gleðinni
en hann er líka lítill
þá flýgur hann inn í brjóstin
og veinar
og veinar þar

Myndin af skáldkonunni birtist í Morgunblaðinu, sunnudaginn 2. desember, árið 1979. Sjá hér.