SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir29. nóvember 2017

Andvaka - Ásta Sigurðardóttir

Ljóð vikunnar er Andvaka eftir skáldkonuna og bóheminn Ástu Sigurðardóttur. Ásta er þekktari fyrir módernísku smásögur sínar heldur en ljóðagerðina sem hefur ekki farið hátt.

Frekari upplýsingar um Ástu má finna í Skáldatalinu.

Andvaka

Strætisvagn draumsins nálægist hraðar og hraðar.

Heppnast mér loksins í síðasta strætó að ná?

Skinið frá luktum hans andvaka augu mín baðar

einmana, bíðandi, slokknuðu ljóskeri hjá.

Ég man, hvernig vagnstjórinn farmiðablokkinni blaðar,

- brátt mun síðasti farþeginn ná til síns hvíldarstaðar.

Svefninn hinn margþráði örþreyttan líkama laðar,

loks mun ég ró í sætinu dúnmjúka fá. - -

Ég náði ekki strætó, hann nam reyndar aldrei staðar.

Náttmyrkrið kringum mig biksvörtu múrunum raðar.

Um niðdimma vegi er síðasti bíll ekinn hjá.

Strætisvagn draumsins farlægist hraðar og hraðar.

(1953)