SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 9. mars 2018

Krist­ín Ragna Gunn­ars­dótt­ir til­nefnd til In Ot­her Words-verðlauna

Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur verið tilnefnd til In Other Words-verðlaunanna, fyrir bók sína Úlfur og Edda: Dýr­grip­ur­inn. In Other Words-verðlaunum er úthlutað höfundum með annað móðurmál en ensku sem skrifa bækur ætluðum börn­um 6 til 12 ára. Markmiðið er að kynna vandaðar barnabókmenntir víða að úr heiminum fyrir enskumælandi lesendum. Í ár eru átta höfundar tilnefndir og þar af eru tveir íslenskir því auk Kristínar Rögnu er Ævar Þór Benediktsson tilefndur fyrir bók sína Risaeðlur í Reykjavík.

Úlfur og Edda: Dýr­grip­ur­inn kom út árið 2016 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2017. Sjálfstætt framhald kom síðan út núna fyrir síðustu jól og ber titilinn Úlfur og Edda: Drekaaugun.

Dómnefnd In Other Words-verðlaunanna segir um tilnefnda bók Kristínar Rögnu að hún sé gríðarlega skemmti­leg ráðgáta og að allt við sög­una sé bæði heill­andi og skemmti­legt. Þá sé söguþráður hraður og haldi yngri les­end­um vel við efnið.

In Other Words-verðlaun­in verða af­hent í London, 11. apríl næstkomandi.