SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir28. apríl 2018

Slitförin - Fríða Ísberg

Ljóð vikunnar er Slitförin eftir Fríðu Ísberg úr samnefndri ljóðabók sem kom út í fyrra. Ljóðabókin hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var tilnefnd til Fjöruverðlauna.

Slitförin

héðan

segir hún og bendir

þú komst

út úr maganum á mér

áherslurnar hristast í

höndunum

eins og rimlar

nei

segir þú

ég fór þaðan