SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir26. júní 2018

Ólöf frá Hlöðum

Ólöf Sigurðardóttir fæddist 9. apríl árið 1857 á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Hún sendi frá sér tvær ljóðabækur sem báðar fengu hinn hógværa titil Nokkur smákvæði, árið 1888 og 1913. Auk þeirra skrifaði hún afar merkilega frásögn um bernskuheimili sitt sem birtist í Eimreiðinni árið 1906. Þar er nöturlegum húsakynnum lýst og fátæklegu, íslensku heimilishaldi.

Í Frjálsum höndum síðastliðinn sunnudag las Illugi Jökulsson úr frásögn Ólafar, Bernskuheimili mitt. Hér má hlýða á þáttinn.