SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir25. júlí 2018

Auður Haralds

Skáld vikunnar er Auður Haralds en hún bættist við Skáldatalið okkar á dögunum. Auður hefur starfað sem blaðamaður, þýðandi, útvarpskona og pistlahöfundur. Hún hefur löngum látið sig jafnréttis- og samfélagsmál varða, í bæði skáldsögum sínum og greinaskrifum, og beitir gjarna fyrir sig hárbeittum húmor.

Í þættinum Bók vikunnar, frá því í janúar 2015, má hlýða á umfjöllun Nönnu Hlífar Halldórsdóttur, Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Tyrfings Tyrfingssonar um Hvunndagshetjuna, fyrstu skáldsögu Auðar sem kom út 1979, auk brota úr viðtölum við Auði og bókmenntafræðingana Dagnýju Kristjánsdóttur og Silju Aðalsteinsdóttur.

Í nýlegri þætti Síðdegisútvarpsins, frá kvennadeginum 19. júní síðastliðinn, má hlusta á Auði fjalla um jafnréttismál - og skefur hún ekki utan af því, frekar en venjulega.

Myndin er sótt á vefsíðuna Lifðu núna