SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir21. ágúst 2018

Konan í þokunni - Steinunn Sigurðardóttir

Ljóð vikunnar að þessu sinni er eftir Steinunni Sigurðardóttur og birtist í ljóðabókinni Þar og þá árið 1971.

Konan í þokunni

Þar villtist konan í þokunni
afþví hún áfram gekk
en átti að vera kjur.
Aumingja konan í þokunni
allt sá hún vitlaust
og ekkert rétt.
Svo settist hún niður
eftir þrjú ár í þokunni
og áði um stund.
Þegar dagur rann
þá varð hún að steini
konan í þokunni
afþví hún hafi áfram gengið
en átti að vera kjur.

Myndin er sótt á vefsíðuna www.dfs.is