Ljóð - Laufey Valdimarsdóttir
Laufey Valdimarsdóttir (1890-1945) er landskunn fyrir framlag sitt til kvenréttinda en minna þekkt fyrir skáldskap sinn, enda er hann ekki mikill að vöxtum. Það komu þó út ljóð eftir hana á meðan hún lifði og Ólöf Nordal bjó til prentunar úrval texta sem kom út fáeinum árum eftir að hún lést. Þá rötuðu sum ljóða hennar á hljómdiska og samdi Sigfús Halldórsson lag við ljóðið sem hér birtist og heyra má upphaf þess á vefnum Hljóðsafn.is:
Ljóð
Mig langar svo sárt til að sjá þig,
að svefninn af augum mér flýr
og hverfur sem hugurinn hraður
heim til þín, þar sem þú býr. –
Vill hann þig fanga
um vorkveldið langa
og vefja að hjarta sér.
Allt, sem ég þagði um
og aldrei þér sagði,
á hann að flytja þér.
Myndin af Laufeyju er sótt á vefsíðu Kvennasögusafns Íslands.