SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir16. febrúar 2019

LÍTIÐ ÁSTARLJÓÐ - Elísabet Geirmundsdóttir

Ég ætla að biðja vindinn að kveða

þítt við gluggann þinn.

Ég ætla að biðja frostið að vefa

rósavoð á rúðuna þína

svo kuldinn komist ekki inn.

Ég ætla að biðja mánann að strjúka

mildum geisla

mjúkt um þína kinn.

Ég ætla að biðja svefninn

að vefja um þig vökudrauminn minn.

(1949)

Elísabet fæddist 16. febrúar 1915 og var kunn sem Listakonan í fjörunni. Hún lést árið 1959, aðeins 44ra ára.