Linda verðlaunuð í Póllandi
Linda Vilhjálmsdóttir hlaut nýlega verðlaun bókmenntahátíðarinnar „European Poets of Freedom“ (Evrópsk frelsisskáld) sem haldin var í Gdansk í Póllandi. Verðlaunin eru fyrir ljóðabókina Frelsi. Sjá nánar um viðburðinn í Kvennablaðinu.
Soffía Auður Birgisdóttir fjallaði um Frelsi í TMM:3 2016 og á skáld.is í grein sem hún nefnir „Margfeldi merkingar“ og segir í lokaorðunum: „Ef skáldskapur á borð við þennan megnar ekki að hreyfa við lesendum sínum, vekja þá og hvetja til aðgerða er líklega fátt til ráða“.
Frelsi endar á þessum hendingum:
og líðum aðgerðarlaus
um útfjólubláan veraldarvefinn
í síðupplýstu veldi feðranna
meðan mannsbörnin aðlagast
stingandi kulda brennandi hita
og stækkandi skömmtum
af loftleysi
Frelsi er sjötta ljóðabók Lindu. Árið 2003 skrifaði hún sjálfsævisögulega skáldsögu, Lygasögu, sem Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallaði um í Morgunblaðinu, greinin birtist nú á skáld.is.
Linda með verðlaunagripinn, ásamt Jacek Godek, þýðanda verksins. Myndin er af vef Kvennablaðins.