SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. júní 2019

Ávarp fjallkonu eftir Gerði Kristnýju

Skáld.is óskar öllum landsmönnum til hamingju með daginn og birtir af þessu tilefni ljóðið Ávarp fjallkonu eftir Gerði Kristnýju sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona flutti árið 2011.

Að sögn Gerðar Kristnýjar vakti ljóðið ,,litla lukku í Forsætisráðuneytinu og varð rekistefna út af því. Þó var það nú flutt að lokum og löngu síðar vitnaði forsetinn í það þegar hann tók við embætti."

Ávarp fjallkonu

Það bærist ekki hár

á höfði Jóns þar sem hann trónir staffírugur á stöplinum og hvessir augun út á Tjörnina

Á hverju vori gætir hann þess að ungarnir komist upp hikar ekki við að stökkva niður og stugga við mávinum

Hattinum fleygði Jón í fugl hefur verið berhöfðaður síðan

Dúfa gekk undir dúfuvæng og bauðst til að sækja höfuðfatið en Jón er staðfastur eins og karl á krossgötum undir álfakvaki

Hatturinn er úti í Hólma

geymir hreiður úr stráum dúni og draumsýn

Örsmá eggin óræk sönnun þess að mesta skuldin er alltaf þakkarskuldin