SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir20. júlí 2019

Morgunmáni, nekt og stofumyrkur

Ljóð dagsins fjallar um morgunmánann og er eftir Bergrúnu Önnu Hallsteinsdóttur. Ljóðið birtist í ljóðabókinni Stofumyrkur sem kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2013. Bergrún Anna er í Skáldatalinu.

Minn morgunmáni

Sofandi líkami

bundinn sjónarrönd

við teljum þöglu augnablikin

saman

þessa morgna.

Svona vorum við í dag:

þú: nakinn,

gullinn,

leiðst rólega

burt.

ég: umvafin

stofumyrkri

full af steinum

og orðum

ósögðum

haldandi í mér andanum

þar til þú varst

farinn.