SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir30. júlí 2019

Ég man slitur

Ljóð dagsins að þessu sinni er úr nýútkominni ljóðabók eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Ljóðabókin ber titilinn Fugl/Blupl og er gefin út af bókaforlaginu Sæmundi.

Ég man slitur

Steinar eru ekki í fötum,

neðansjávar hreyfast þeir á ostruhraða:

þetta er neðansjávarlíf.

Ég man slitur.

Barnið situr við dúkku

sem snigill hefur skreytt

innan fúnandi veggja

með slefi um nótt.

Slefrákirnar tindra í dagsbirtunni.