SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 6. ágúst 2019

Sokkar dauðans

Guðrún Hannesdóttir orti svo listilega um dauðann:

ég lofaði dauðanum

að prjóna á hann sokka

tæki hann mig auma

úr táradal þessum

en það gerði hann ekki

skömmin sú arna

greip bara með sér

þá glöðu og ríku

– gerpið atarna

skeytti hvorki

um skömm né sóma

tók lukkunnar börn

í lífsins blóma

skildi mig eftir

skarn allra barna

í dimmu horni

– fanturinn svorni

hvað geri ég nú?

hvers á ég að gjalda?

gráta mun ég

þurrum tárum

þó sokkalaus skeinist hann

um veröld sárkalda

– um aldir alda!

(ort út frá fornri hálfkæringsvísu með kúnstugu rími)