Steinunn Inga Óttarsdóttir∙18. október 2019
Vetrarkvíði
Þegar myrkur þjakar sál
og þungi grúfir yfir,
umhyggjan er meginmál
á meðal alls sem lifir.
Þegar lægst á lofti er
sól en ljós í hverjum glugga
halda skulum heilög jól
og hrinda burtu skugga.
Þegar angrar uppgjörið
af ársins kvíða’ og tári
lítum frekar fram á við
og fögnum nýju ári.
Þegar kuldi kvelur tær
og kinnar eru að frjósa f
innst á himni fegurð skær
í flögri norðurljósa.
Þegar löng er lífsins bið
og leysingarnar voma,
innst í hjarta vitum við
að vorið er að koma.
Sigurlín Hermannsdóttir
(2006)