SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir26. desember 2019

Jólaljóð

Það er mjög við hæfi að sækja ljóð dagsins í smiðju Gerðar Kristnýjar. Ljóðið er samnefnt þessum fallega degi, heitir Annar í jólum, og birtist í Höggstað sem kom út árið 2007:

Annar í jólum

Nýtt tungl lýsir

gömlu mannkyni

elt uppi af stakri stjörnu

Svo fer nótt að sveitum

Þú hristir heiminn

í lófa þér

snjórinn þyrlast yfir

grundir

Láttu ekki blekkjast

af brosi mínu

sýndu mildi

og víktu að mér vori