SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 6. apríl 2022

Sírenurnar í Grænlandshafi

Ljóð dagsins heitir Sírenurnar í Grænlandshafi og er eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur. Ljóðið birtist í ljóðabók skáldkonunnar, Gríseyjar, ósýnilegt landslag, sem kom út á síðasta ári í Pastel ritröðinni. Þetta er önnur ljóðabók Móheiðar en hún hefur fengist bæði við ljóðagerð og þýðingar.

Það er skemmtilegur húmor í neðangreindu ljóði Móheiðar en einnig eftirsjá að horfinni æsku og spennandi ævintýrum:

 
 
 

Sírenurnar í Grænlandshafi

 

Þær eru nokkrar eftir

sírenurnar

 

en sjómennirnir

láta ekki ginna sig lengur

 

kannski af því

að gyllta hárið

er orðið silfurgrátt

 

kannski af því

að brjóstin eru sigin

 

kannski út af öllum

aukakílóunum

 

eða af því þær eru hættar að syngja

með seiðandi röddum