SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir18. apríl 2018

Elísabet sextug - málþing

Sunnudaginn 22. apríl verður haldið málþing í tilefni að sextugsafmæli Elísabetar Jökulsdóttur. Málþingið fer fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, á Dyngjuvegi 8 og hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00.

DAGSKRÁ 15:00

Soffía Auður Birgisdóttir: Setning málþingsins.

15:05 Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur atriði úr leiksýningunni Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk. Ástin er að detta, sem byggt er á textum eftir Elísabetu Jökulsdóttur.

15:15 Hólmfríður M. Bjarnardóttir: Viltu vera kærastinn minn? Um leikritið Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk. Ástin er að detta.

15:30 Ljóðalestur og kontrabassaleikur: Elísabet Jökulsdóttir og Borgar Magnason.

15:50 Kaffihlé.

16:10 Hrund Ólafsdóttir: Ekkert pláss fyrir ást. Um skáldsöguna Laufey.

16:25 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir: „Alvörukona“ og uppreisnarseggur, verseraður í menningunni. Um Ástin er ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett.

16:40 Soffía Auður Birgisdóttir: Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir: Um skáldskaparheim Elísabetar Jökulsdóttur.

17:00 Þingslit.

Nánari upplýsingar: Soffía Auður Birgisdóttir, soffiab@hi.is, gsm: 8482003