SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir14. maí 2018

Gríma/Masked - Vala Hafstað

Ljóð vikunnar er að þessu sinni tvítyngt, bæði á íslensku og ensku. Það er eftir Völu Hafstað og birtist í nýútkominni ljóðabók hennar Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption. Sæmundur gefur út.

Vala Hafstað bjó í Bandaríkjunum í þrjá áratugi áður en hún fluttist aftur heim árið 2013. Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption er önnur ljóðabók hennar, en hún hefur einnig birt fjölda ljóða á netinu. Í þessari tvítyngdu bók lýsir Vala umskiptunum frá bandarísku úthverfi í íslenskan veruleika þar sem óbeisluð náttúruöflin endurspegla oft lífið sjálft. Það eru umbrotatímar, en bjartsýni Völu og kímnigáfa halda alltaf velli.

Myndina tók Páll Kjartansson ljósmyndari.

Gríma

Að koma heim eftir þrjátíu ár

er eins og að mæta á grímuball

ég rýni í andlitin

eitt af öðru

reyni að geta mér til um

hver sé bak við hvaða grímu

í huganum dreg ég hrukkurnar frá

geri andlitslyftingu

þykki hárið

lita það kannski

íhuga svo útkomuna

stundum kemur brosið upp um þig

eða göngulagið

hugsanlega röddin

jafnvel augnatillit gæti nægt

en af hverju heilsar mér enginn?

kannski er það gervið

sem gerir mig ósýnilega

ég er fortíðardraugur

Masked

Coming home after thirty years

is like attending a costume party

I look at the faces, one by one

trying to imagine

who is behind each mask

in my mind, I subtract the wrinkles

perform a facelift

add some hair

or dye it

envisage the outcome

sometimes a smile

will give away your identity

sometimes your gait

or, possibly, your voice

even a glance might do

how come nobody greets me?

maybe my costume

makes me invisible

I’m a ghost from the past