SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir19. maí 2018

Gildran tilnefnd til breskra glæpasagnaverðlauna

Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur er tilnefnd til hinna virtu bresku glæpasagnaverðlauna CWA International Dagger sem besta alþjóðlega bókin. Gildran ber titilinn Snare í enskri þýðingu Quentin Bates og er þarna í hópi tíu spennusagna eftir þekkta höfunda á borð við Arnald Indriðason, Pierre Lemaitre, Henning Mankell, Roslund & Hellström og Fred Vargas.

Hér má sjá listann yfir tilnefningarnar.