SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir21. maí 2018

Þríleikurinn um Auði væntanlegur á hvíta tjaldið

Þess verður ekki langt að bíða að hinar feiknivinsælu bækur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu munu rata á hvíta tjaldið. Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri og framleiðandi, sem rekur sænska framleiðslufyrirtækið, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókunum.

Þríleikurinn um Auði djúpúðgu eru sögulegar skáldsögur sem gerast á 9. öld. Sú fyrsta, Auður, kom út árið 2009, framhald hennar, Vígroði, kom út 2012 og sú síðasta, Blóðug jörð, 2017.

Bækurnar hafa hlotið fádæmagóðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og var Auður tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.