SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn10. september 2017

I am Traitor eftir Sif Sigmarsdóttir hlýtur góðar viðtökur

Rithöfundurinn Sif Sigmarsdóttir – sem margir kannast við sem pistlahöfund Fréttablaðsins - hefur fengið mjög góðar viðtökur við bók sinni I am Traitor sem kom út í Bretlandi síðustu viku. Eitt stærsta bókaforlag Breta, Hooder, gaf bókina út. Þetta er fimmta bók höfundar en áður hafa komið út Ég er ekki dramadrottning, Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu, Freyju saga – Múrinn og Freyju saga 2 – Djásn hjá Forlaginu.

I am Traitor er vísindaskáldsaga sem skrifuð er á ensku fyrir unglinga en af viðtökunum að dæma virðist hún einnig höfða til eldri lesenda. Gagnrýnendur lýsa bókinni sem spennandi, óvæntri frásögn af þekktu minni. Persónusköpunin þykir vel heppnuð, söguþráðurinn áhugaverður og telst höfundur ná að skapa einstaka frásögn sem sker sig úr. Sif hefur gert samning um tvær bækur við forlagið og er vinna hafin við næstu bók.

Bókin seldist nærri upp hjá Amazon á fyrstu dögunum en eintak má málgast hér

Heimasíðu höfundar má sjá hér

 

Ása Jóhanns