Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙23. apríl 2022
Þrjú verk eftir konur tilnefnd til Maístjörnunnar

Í gær voru kynntar tilnefningar til Maístjörnunnar í Gunnarshúsi. Allar útgefnar íslenskar ljóðabækur, sem skilað var til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, voru gjaldgengar og kom í hlut Soffíu Auðar Birgisdóttur og Birgis Freys Lúðvígssonar að velja bækurnar.
Þrjár bækur eftir konur eru tilnefndar og eru sem hér segir:
Þá eru einnig þrjár bækur tilnefndar eftir menn: Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson, Klettur – Ljóð úr sprungum eftir Ólaf Svein Jóhannesson og Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson.
Sjá má allar tilnefndar bækur í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar en þann 18. maí verður tilkynnt hver hlýtur Maístjörnuna í ár. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur.