SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir10. maí 2022

Útgáfuhóf: Hjólahetjan

Næstkomandi fimmtudag verður haldið útgáfuhóf vegna útkomu Hjólahetjunnar - Bekkurinn minn. Þetta er fjórða bókin í bókaflokknum Bekkurinn minn sem ætlaður er byrjendum í lestri en hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda í bekknum.
 
Að þessu sinni fær Jón Ingvi orðið en hann lendir í vandræðum með lásinn á hjóli sínu þegar hann fer með pabba sínum til vinnu. Þeir feðgar þurfa að redda málum og lenda í óvæntri eftirför á leið heim. Höfundur er Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna sá um myndskreytingar.
 
Hófið verður haldið í Eymundsson í Smáralind kl. 17. Þar verður boðið upp á upplestur, léttar veitingar og tilboðsverð á öllum bókunum í flokknum.