SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir19. ágúst 2022

Ritlist og Kanínuhola á Menningarnótt

Á morgun er hin árlega Menningarnótt sem stendur frá morgni og langt fram á kvöld. Dagskráin er þétt skipuð, líkt og fyrri ár, en óvenju fátt er í boði sem snýr að bókmenntum og enn færri viðburðir tengjast kvennabókmenntum. Hér eru því einungis nefndir tveir:
 
RITLISTARNEMAR, Borgarbókasafni Grófinni, kl. 16-17.
Á fyrstu hæð safnsins er tilvalið að gleyma sér um stund í annarra manna fjölskylduerjum, svikum og ástarfundum. Meistaranemar í ritlist, fríður flokkur kvenna, lesa upp vel valin ljóð og sögur úr bókinni Takk fyrir komuna - hótelsögur.
 

BÓKMENNTAHÁTÍÐ ALÞÝÐUNNAR, Stangarholti 10, frá 13-19.
Í Kanínuholunni, fornbókaveröld í bílskúr í 105, ræður bóksalinn og skáldkonan Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir ríkjum. Á Bókmenntahátíðinni verður m.a. boðið upp á upplestur, myndlistarsýningu, ævintýratjald, leiki fyrir unga lesendur, bókmenntaförðun, léttar veitingar og mikið húllumhæ fyrir jafnt unga sem aldna.