SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir20. ágúst 2022

Ljóð dagsins - úr reynsluheimi kvenna

Ljóð dagsins er eftir Randi W. Stebbins, í þýðingu Þórdísar Helgadóttur, og birtist í ljóðasafninu Pólífónía af erlendum uppruna sem kom út árið 2021, á Degi íslenskrar tungu. Ljóðabókin er sannkallað tímamótaverk því þarna birtast ljóð eftir 15 höfunda frá 12 löndum og fjórum heimsálfum. Natasha Stolyarova er ritstjóri bókarinnar, og eitt skáldanna, og má lesa hér viðtal við hana um tildrög bókarinnar.
 
Í fyrrnefndri bók kemur fram í kynningu að Randi W. Stebbins sé fædd í Bandaríkjunum en yrki undir áhrifum fjölmargra tungumála, landa og menningarheima. Þá segir svo frá að hún hafi flutt til Íslands árið 2014 fjölskyldunnar vegna en eiginmaður hennar er íslenskur. Randi er meðal stofnenda Ós Pressunnar og forstöðumaður Ritvers Háskóla Íslands.
 
Ljóðið eftir Randi er sprottið úr reynsluheimi kvenna og má ætla að efni þess sé alltof kunnuglegt alltof mörgum konum:
 
 
 
_______________________________
 
_______________________________
 
_______________________________
Titill: Takk fyrir síðast
 
kæri læknir
ég hef lengi fundið sársauka
á einkastað
sem ég mun ekki segja þér frá
ekki af því að mig skortir orðin,
ekki af því að ég held að þú getir ekki
hjálpað,
heldur vegna þess að þú trúir ekki á
ekki-nógu-yfirvegað-fyrir-þig
tjáningarform sársauka míns
og sársaukinn rænir mig orkunni
fyrir slíkt
(bls. 56)