SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. ágúst 2022

Sumarlestur í Norræna húsinu

Á morgun, 23. ágúst, kl. 17 býður Norræna húsið til sumarlesturs í skála Norræna hússins úti við litla birkilundinn. Þema viðburðarins er ábyrgð mannsins á sjálfum sér, í samböndum og lífinu öllu. Hægt verður að kaupa léttar veitingar frá Sónó.
 
Á stokk stíga tvær skáldkonur. Þóra Hjörleifsdóttir les úr ljóðræðu skáldsögu sinni Kviku (2019) sem vakti mikla athygli fyrir að draga upp afar raunsanna mynd af andlegu ofbeldissambandi, lituðu af klámvæðingu nútímans.
 
Það markaði tímamót þegar ljóðasafnið Pólífónía af erlendum uppruna kom út í fyrra en Natasha S sá um að ritstýra því. Núna les Natasha úr væntanlegu ljóðasafni sínu sem lýsir því hvernig veruleikinn breytist á stríðstímum
 
Auk þeirra les Ingólfur Eiríksson úr ljóðabókinni Klón (2021) en þar er rakin ævisaga klónahundsins Samsonar Ólafssonar Moussaieff.