SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir27. ágúst 2022

ALGJÖR ÁSTARVITLEYSINGUR

Vert er að rifja upp á þessum fallega degi þrusugott viðtal sem birtist á skáld.is í desember í fyrra við skáldkonuna Elísabetu Jökulsdóttur. Guðrún Steinþórsdóttir og Helga Jónsdóttir spjölluðu við hana.

Elísabet hefur ort, skapað og skrifað síðan hún var unglingur. Fyrsta bók hennar, ljóða­bókin Dans í lok­uðu her­bergi, kom út árið 1989. Síðan hefur hún skrifað fjölda verka; ljóða, sagna, leik­rita og gjörn­inga sem sett hafa verið upp og gefin út bæði hér á landi og erlend­is. 
Leikrit eftir hana Blóðuga kanínan var sett upp í fyrra og ný bók er á leiðinni innan skamms.

„Af því að sumuleyti tapaði ég bernskunni og breyttist í illgjarnan harðstjóra á daginn og lítinn hræðslupúka á nóttunni“ segir Elísabet í viðtalinu en hún er jafnan hispurslaus í skrifum sínum og sýnir sjálfri sér enga miskunn þegar hún kryfur sjálfsmyndina, uppeldið og ástina. Sjálf segist hún vera „algjör ástarvitleysingur.“

Viðtalið er að finna hér.

Ljósm: Móa Hjartardóttir