SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir15. september 2022

LEIKURINN Í LEIKNUM

Ljóð dagsins er eftir Steingerði Guðmundsdóttir skáld- og leikkonu (1912-1999). Ljóðið ber titilinn Leikurinn í leiknum og birtist í ljóðabókinni Log sem kom út árið 1980, og síðan endurprentað í úrvali ljóða hennar, Bláin sem kom út árið 2004.

 
 
 

LEIKURINN

Í

LEIKNUM

 
 

„Lífið"

sagðirðu -

„lífið á mig

allan.

Ég leiði ei hug að

fortíð

ei að framtíð.

Ég á svo annríkt

við

að lifa

lífinu

að ég læsi dyrum

hins dulda.

Draumar mínir eru

lífið.

Ég stend

á leiksviði lífsins

og

lifi lífinu

hátt."

 

Og hlátur þinn

var

hreykinn.

 

En

var það svo

hátt?

Kannski eilítið

lægra

en þú hélst.

Og lífið

sem átti þig allan -

var það

líf?

 

Þú komst ekki

auga

á leikinn

i

leiknum.

Því fór

sem fór:

Þú týndir lífi

í

leik.