SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir12. september 2022

Plómum fagnað

Á miðvikudaginn verður útgáfu ljóðabókarinnar Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur fagnað í Eymundsson á Austurstræti. Sunna Dís er ein af Svikaskáldunum og saman hafa þau sent frá sér ljóð og lausamál en Plómur er fyrsta verkið sem hún stendur ein að.

Útgáfuhófið hefst kl. 17:00 og öll eru velkomin.