SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir25. september 2022

GEÐVEIKI OG ÓMÆLT KAFFI

Hera Hallvarðsdóttir hjá rannsóknarlögreglunni er stressuð og störfum hlaðin á undirmannaðri stöð. Vegna einstæðingsskapar, þreytu og tímaskorts borðar hún ruslfæði, hlustar á Wagner í leðurklædda Grand Cherokee-jeppanum sínum og hirðir ekkert um útlitið. Málin hrannast upp, hæst ber fíkniefnasmygl og hrottaleg morð þar sem rörtöng kemur við sögu. Hera þarf að taka á öllu sínu og hættir lífi sínu til að leysa málin.

Spennusaga Maríu Siggadóttur, Hvítserkur, er hlaðin efni og lýsingum á persónum, veðri og umhverfi og samtölin eru löng og lifandi. Sjónarhornið er hjá hinum og þessum og ekki alltaf skýrt af hverju en allar hafa persónurnar sínar sorgir og sérkenni. Yfir sögunni hvílir nostalgía og sveitarómantík, draumar, þjóðsögur og forspár koma við sögu en líka geðveiki og ómælt kaffi. 

Hringaná gefur bókina út. Önnur bók er í vinnslu hjá Maríu, ætli fleiri mál reki á fjörur Heru og félaga?

 

Tengt efni