SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir26. janúar 2022

Tvær konur hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin

Í gærkvöldi tilkynnti Forseti Íslands hverjir hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Hér má sjá tilnefningarnar.
 
Tvær konur hrepptu verðlaunin, Þórunn Rakel Gylfadóttir hlaut verðlaunin fyrir Akam
, ég og Anniku, í flokki barna- og unglingabókmennta og Sigrún Helgadóttir fyrir bókina Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni I-II í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Þá hlaut Hallgrímur Helgason verðlaun fyrir Sextíu kíló af kjaftshöggum í flokki fagurbókmennta.
Hvert verðlaunaverk hlýtur eina milljón króna sem er kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda.
 
Skáld.is óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju!