SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 3. janúar 2022

VERÐSKULDAÐAR VIÐURKENNINGAR


Á nýársdegi sæmdi forseti Íslands Gerði Kristnýju riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag hennar til íslenskra bókmennta. Orðuveitingin fór fram á Bessastöðum en vegna sóttvarnareglna var hún með breyttu sniði og var haldin sérstök athöfn fyrir hvern og einn í staðinn fyrir að allir orðuþegar kæmu saman í einu, líkt og verið hefur.
 
Í orðunefnd sátu Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður, Bogi Ágústsson fréttamaður, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Jón Egill Egilsson, fv. sendiherra, Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og fv. alþingismaður og Sif Gunnarsdóttir, orðuritari.
 
Nýja árið hófst einnig gæfulega hjá Fríðu Ísberg sem í gær hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Forseti Íslands afhenti þau sömuleiðis á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Verðlaun þessi eru hugsuð sem hvatning fyrir íslenska listamenn og samanstanda af áletruðum grip úr áli frá ISAL í Straumsvík, sem er bakhjarl verðlaunanna, ásamt einni milljón króna.
 
Í dóm­nefnd Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­anna voru Þór­unn Sig­urðardótt­ir, Magnús Geir Þórðar­son, Sif Gunn­ars­dótt­ir og Rann­veig Rist.
 
Við afheningu verðlaunanna flutti Fríða ljóðabálkinn Persónuleikapróf. Hlýða má á flutning ljóðsins hér.
 
Skáld.is óskar skáldkonunum innilega til hamingju með þessar verðskulduðu viðurkenningar.