Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙14. desember 2021
ÚTVALDAR KONUR

Aðventan er tími biðarinnar eftir hátíð ljóss, friðar og bókalesturs en ótal útgáfuhóf og aðrar uppákomur til að kynna nýjar bækur stytta mjög stundirnar og lífga upp á dagana. Aðventan er einnig sá árstími þegar biðin eftir tilnefningum til Fjöruverðlaunanna, Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans er á enda og bóksalar tilkynna hvaða bækur þykja bestar á þeim bæjunum.
Áður hefur verið sagt frá því, hér á Skáld.is, hvaða bækur hlutu tilnefningar til Fjöruverðlaunanna en hér á eftir verða listaðar upp tilnefndar bækur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans ásamt bestu bókunum að mati bóksala.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Þann 1. desember síðastliðinn var tilkynnt hvaða bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Tilnefndar bækur voru:
Í flokki fagurbókmennta

- Olía eftir Svikaskáld (Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir)
- Tilfinningar eru fyrir aumingja eftir Kamillu Einarsdóttur
Að auki hlutu tilnefningar bækurnar Sigurverkið eftir Arnald Indriðason, Ljósgildran eftir Guðna Elísson og Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason.
Í flokki barna- og ungmennabóka
Að auki hlaut tilnefningu bókin Ferðalagið : styrkleikabók eftir Jakob Ómarsson
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis
-
Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur
-
Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu : Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku eftir Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur
-
Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II eftir Sigrúnu Helgadóttur
Að auki var tilnefnd bókin Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu eftir Snorra Baldursson.
Verðlaun bóksala
Miðvikudaginn 8. desember var greint frá því í Kiljunni hvaða bækur voru tilnefndar til Verðlauna bóksala þetta árið:
Í flokki íslenskra skáldverka

-
Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason
-
Úti eftir Ragnar Jónasson
Í flokki ljóða
-
Ég brotna 100% niður eftir Eydísi Blöndal
-
Kona lítur við eftir Brynju Hjálmsdóttur
-
Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur
Í flokki ungmennabóka
-
Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur
-
Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur
-
Drekar, drama og meira í þeim dúr eftir Rut Guðnadóttur
Í flokki íslenskra barnabóka
-
Fagurt galaði fuglinn sá eftir Önnu Margréti Marínósdóttur og Helga Jónasson
-
Bannað að eyðileggja eftir Gunnar Helgason
Í flokki ævisagna

-
Rætur eftir Ólaf Ragnar Grímsson
-
Minn hlátur er sorg eftir Friðriku Benónýsdóttur
-
11.000 volt eftir Erlu Hlynsdóttur
Í flokki fræðibóka og handbóka
-
Laugavegur eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg
Tilnefningar til Blóðdropans
Fimmtudaginn 9. desember voru kynntar tilnefningar til Blóðdropans 2022, fyrir bestu
glæpasögu ársins 2021. Tilnefndar bækur voru:
-
Náhvít jörð eftir Lilju Sigurðardóttur
-
Lok, lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttur
Auk þeirra voru tilnefndar glæpasögurnar Horfnar eftir Stefán Mána og Út að drepa túrista eftir Þórarin Leifsson.