SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 3. október 2022

NÁTTÚRUSKRIF. Tvær íslenskar bækur á úrvalslista

The Guardian hefur birt lista yfir tíu bækur frá ýmsum heimshornum sem talin eru bera af í flokki bóka sem fjalla um tengsl manna og náttúru og hafa verndun náttúrunnar að markmiði. Gleðilegt er að sjá tvær íslenskar bækur á þessum lista, en það eru bækurnar Jarðnæði (2011) eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Tíminn og vatnið (eftir Andra Snæ Magnason 2019).

 

Um Jarðnæði segir (í lauslegri þýðingu):

Þetta fallega brautryðjandaverk, sem er að mestu leyti sviðsett á Íslandi, virðist á yfirborðinu vera léttur og auðlesinn texti en spannar í reynd víðfemt heimspekilegt og landfræðilegt svæði, sem og heimahagana. Textinn er í dagbókarformi og tekur mið af merkisdögum, jafndægrum og gangi mánans. Munúðarfull og frískleg rödd sögukonu kannar hvers konar tengsl er mögulegt að rækta við fjölskylduna, forfeður og -mæður, maka og jörðina sjálfa, án þess að glata sjálfri sér.

 

 

Jarðnæði hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2012.

 

Um Tímann og vatnið segir (einnig í lauslegri þýðingu):

Ljóðrænn og hjartnæmn sáttmáli þar sem færð eru rök fyrir því að okkur skorti myndmál til að ná utan um hinn gríðarlega umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. Við skiljum ekki - og getum ekki skilið - hugtök eins og "umhverfisvá" og "súrnun sjávar" og erum því ófær um að bregðast við á fullnægjandi hátt. Með því að nálgast þau óeiginlega í gegnum goðsögur og ættarsögur (afi hans og amma fóru í brúðkaupsferð upp á jökul, í einni fyrstu rannsóknarferðinni á jökul á Íslandi) breytir hin einfalda tillaga Andra Snæs sjónarhorninu og tengir okkur við framtíðinni á "náinn og áríðandi hátt". Með því að sýna okkur samtímann í gegnum "handaband kynslóðanna" - tímabilið sem þau sem við elskuðum í fortíðinni lifðu, okkar eigin líftíma og líftíma þeirra sem við elskum í framtíðinni - færir hann áhrif óvissrar framtíðar allt að hjartarótum okkar.

 

Hér að neðan er listi The Guardian og hlekkur þar sem lesa má umsagnir um allar tíu bækurnar.

 

Listi The Guardian:

Christiane Ritter: A Woman in the Polar Night

Nan Shepherd: The Living Mountain

Barry Lopez: Artic Dreams: Imaginations and Desire in a Northern Landscape

Jay Griffiths: Wild: An Elemental Journey

Robin Wall Kimmerer: Braiding Sweetgrass

Oddný Eir Ævarsdóttir: The Land of Love and Ruins

Nina Mingya Powles: Small Bodies of Water

Doreen Cunningham: Soundings

Andri Snær Magnason: Of Time and Water

 

Sjá nánar hér.