LAUFEY OG LÍFSBÓKIN
Ein af perlum íslenskrar tónlistar er lagið Lífsbókin, sem Bergþóra Árnadóttir flutti svo eftirminnilega. Bergþóra samdi lagið en samnefnt ljóð samdi Laufey Jakobsdóttir (1915-2004):
Hér má sjá Bergþóru Árnadóttur flytja lagið
Laufey rataði einnig sjálf inn í texta frægs textahöfundar og söngvara en Megas minnist hennar í Krókódílamanninum. Laufey var búsett lengi vel að Grjótagötu 12 og var hún kölluð „amman í Grjótaþorpinu.“ Hún barðist fyrir því að opnað yrði almenningsklósett á svæðinu og vildi tryggja unglingunum, sem í þá daga sóttu Hallærisplanið, öruggt skjól.
Í Krókódílamanninum segir frá því þegar ógeðfelldur maður ætlar að notfæra sér ástand dauðadrukkinnar stúlku en þá mætir bjargvætturinn Laufey, líkt og frá greinir í lokaerindum lagatextans:
Laufey barðist ævinlega fyrir rétti lítilmagnans. Auk þess að ala upp átta börn og sinna unglingunum í miðbæ Reykjavíkur var hún einn af stofnendum Kvennalistans og heiðursfélagi í Dýraverndunarfélagi Íslands, þá sinnti hún málefnum aldraðra og gegndi formennsku Torfusamtakanna um tíma. Laufey var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorði 17. júní árið 1996 og var vel að henni komin.