SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 9. júlí 2019

FÆ MÉR GJARNAN VISKÍLÖGG

Helsti núlifandi ástarsagnahöfundur á Íslandi er Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk. Hún er mikill töffari, eins og viðtal og meðfylgjandi mynd úr Vikunni 1976 sýnir. Loksins er hún komin í skáldatalið, með langa ritaskrá og glæstan rithöfundarferil.

Ástarsögulestur hefur ekki alltaf þótt merkileg iðja eða viðfangsefni fræðimanna. En Vilborg Rós Eckard hefur fjallað um ástarsögur í lokaritgerð og bendir á áhugavert sjónarhorn.:

„Í bókmenntasögum eru ástarsögur flokkaðar með afþreyingarbókmenntum. Nokkrum söluhæstu höfundarnöfnum er þar slegið upp en söguinnihaldi, formi og fagurfræði eru gerð lítil skil. Sennilega vegna þess að form þeirra og persónusköpun er fyrirfram talin ófrumleg og formúlukennd holtaþoka. Sem skýtur nokkuð skökku við vegna þess að þegar rætt er um glæpasögur og reyfara sem eru alveg jafn formúlukenndir og ástarsögur þá fá þeir jafnan sitt vel útilátna pláss og umfjöllun innan bókmenntasögunnar og er mikið hampað þegar vel tekst til. Samt sem áður veltir ástarsöguiðnaðurinn ekki milljónum heldur billjónum dollara á ári hverju, 35 til 40 prósent af allri kiljusölu í heiminum eru ástarsögur.“

Í viðtali í Vikunni 1976 segir Snjólaug um ritstörfin:

„Fyrst vel ég mér náttúrulega söguefni, og áður en ég byrja að skrifa, hef ég ákveðnar hugmyndir um upphaf sögunnar, gang hennar [ mjög stórum dráttum og endi. Þá vantar inn öll smærri atvik, samtöl og annað því um líkt. Þó beinagrindin sé þannig nokkuð skýr, þegar ég hef hina eiginlegu vinnu, er iðulega býsna erfitt að byrja. Til þess að koma mér af stað fæ ég mér gjarnan viskílögg. Þann sið tók ég upp eftir aö ég las einhvers staöar, að William Faulkner, sem ég hef mikið dálæti á, byrjaöi aldrei skriftir, án þess að dreypa á viskíi. Þá ákvað ég að reyna þetta Iíka, og þaö hefur gefist vel, enda hef ég enga þörf fyrir viskí, þegar ég á annað borð er komin af staö, því að þá get ég setið allt upp í sex tíma samfleytt viö ritvélina, án þess að Iíta upp. Mér gengur best að skrifa á næturnar — þá er mest næði og auðveldast að útiloka sig algerlega frá umheiminum“.

 

 

 

Tengt efni