SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir25. mars 2020

HVER VAR GRÉTA?

Á Fögnuði skrifandi kvenna 2020 sem haldinn var í Gunnarhúsi í febrúarbyrjun hélt Þórdís Gísladóttir athyglisvert erindi sem hún kallaði Tekið til máls eða sagan um Hannes og Grétu. Þar var Þórdís að vekja athygli á merkri íslenskri skáldkonu, Grétu Sigfúsdóttur, sem hefur horfið í gleymskunnar dá, að ósekju. Við á skáld.is viljum benda á að Gréta er að sjálfsögðu löngu komin í skáldatalið okkar og þar má lesa sér til að ævi hennar og verk.

Einnig lumum við á grein um eina af skáldsögum hennar Í skugga jarðar sem kom út árið 1969 og var framtíðarsaga sem átti að gerast aldarfjórðungi síðar - eða 1994. Hér má lesa greinina.

Við hvetjum alla til að kynna sér verk Grétu Sigfúsdóttur og draga hana aftur upp úr djúpi gleymskunnar.

 

Tengt efni