ÁSTARSÖGUR- II hluti - eftir Jórunni Sigurðardóttur
Í fyrsta hluta umfjöllunar Jórunnar Sigurðardóttur um ástarsögur mátti tengja á viðtal við Rósu Gísladóttur, útgefenda Harlequin ástarsagnanna hjá Ás útgáfu. Rósa nefndi í viðtalinu að það sem helst skýrði vinsældir bókanna væir í fyrsta lagi að allar sögurnar fjalla um ást, sem er ófrávíkjanleg í lífinu, og að þær enduðu allar vel. Þar skipti ekki máli hvort um væri að ræða einfaldar ástarsögur, þ.e. tildragelsi milli tveggja með tilheyrandi hindrunum framan af, örlagasögur eða sögur um tildragelsi þar sem glæpir koma við sögu. Þá skipti líka máli, sagði Rósa, að sögurnar væru skrifaðar þannig að persónurnar væru ljóslifandi í athöfnum sínum. Hún nefndi reyndar líka að mikilvægt væri að ekki síðar en á 15. blaðsíðu væri sagan komin í gang, búið að kynna nauðsynlega þátttakendur í hinni eiginlegu atburðarás sem leiði til farsælla endaloka.
Jórunn tók einnig viðtal við bókmenntafræðinginn Dagnýju Kristjánsdóttur, fyrrverandi prófessor í íslenskum bókmenntum, um ástarsögur en Dagný kenndi námskeið um þessa bókmenntategund í háskólanum og hefur mikla innsýn inn í efnið. Hér má hlýða á viðtalið við Dagnýju sem er bráðskemmtilegt og upplýsandi.