ÁSTRÍÐA FYRIR LJÓÐUM - ryk dustað af gömlum skræðum
1
Ljóðasafnið Og þá rigndi blómum, 1991
Á vorin er gott að dusta rykið af gömlum skræðum og lofta um og auðvitað að kíkja í leiðinni í eina og eina bók og vita hvað leynist þar. Blásum rykinu í burtu og finnum eitthvað fallegt.
Í hillu inn í stofu dreg ég fram bókina Og þá rigndi blómum 1991 Bókin hefur að geyma smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfirskar konur. Segja má að bókin sé upphafið af því að kanna ljóðahefð kvenna hér á landi. Einnig hafa komið út Huldumál: hugverk austfirskra kvenna (2003) en það mættu fleiri landshlutar taka þetta verkefni sér til fyrirmyndar nú þegar konur eru svo sannarlega að yrkja sín fallegu ljóð í ríkari mæli en áður var.
Í bókinni eru sýnishorn af verkum eftir flestar skáldmæltar konur úr héraðinu fram til ársins 1991. Við ætlum að grípa í eitt og eitt ljóð, dusta rykið og blása á ljóðið og sjá hvað finnum við.
Ástríður Þorsteinsdóttir frá Signýjarstöðum, Hálsasveit var fædd 18. maí 1877-1961. Hún orti m.a. þetta fallegt náttúruljóð.