SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir10. maí 2023

DÆTUR TÓMLEIKANS

 

Bókin sem ég dusta rykinu af í dag heitir á frummálinu Daughters of Emptiness og var gefin út árið 2013. Upphaflega kom hún út árið 2003.

Beata Grant var prófessor og emerita of Chinese and Religious Studies, við Stanford Háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur stundað rannsóknir og er áhugasvið hennar ljóð kínverskra kvenna, trúarbragðafræði og menning. Hér á eftir fer lausleg þýðing úr formála bókarinnar, mjög kunnulegt stef í kvennafræðum sem Grant setur hér fram.

 

Beata hefur lengi safnað saman ljóðum kínverskra kvenna, upp úr gömlum handritum og spannar tímabil leitarinnar langt aftur í aldir. Hún segir í formála bókarinnar að búddískur kveðskapur sé mikilvægur en þó oft vanmetin grein kínverskrar ljóðahefðar. Ljóð eftir búddiskar nunnur er að finna á víð og dreif í mismunandi heimildum, örfáar í eigin söfnum, nokkru fleiri í kvennakvæðasöfnum og mörg önnur fléttuð saman í ævisögum og annars konar sögnum og sögum. Ekki finnast umfjallanir um verk kvennanna í neinum útgáfum (því konur voru ekki framleiðendur á rituð efni (mitt innskot)). Úgáfurnar voru fyrir þekkt karlkyns skáld. Því var alger skortur á bæði ritstjórnarlegum sem og fræðilegum stuðningi þegar fjallað er um kvenkyns skáld og á það bæði við almennan hefðbundin kveðskap sem og kveðskap búddískra nunna (Beata Grant, bls. IX).

Margir vestrænir lesendur kannast við ljóð sem skrifuð eru af kínverskum búddamunkum, sá frægasti þeirra er þekktur fyrir að skrifa undir nafni hins fávísa búdda einsetumanns Hanshan. Nefna má ljóðið ,,Cold mountain”. Þekkt eru líka ljóð eftir hina japönsku Otagaki Rengetsu 1791-1875. Hún var ein af fáum konum sem náði því að verða þekkt sem ljóðskáld. Hingað til hafa hins vegar engar þýðingar verið til á ljóðum eftir kínverskar búdda nunnur. Að slík ljóð séu til gæti komið sumum á óvart, í ljósi þess útbreidda misskilnings að það hafi verið mjög fáir kvenrithöfundar í Kína fram að móderniskum tíma (Beata Grant, bls 1).

Ljóðagerð gerir auðvitað ráð fyrir nokkuð góðri þekkingu á tungumálinu. Þetta á sérstaklega við um hefðbundna kínverska ljóðagerð, sem krefst kunnáttu ekki aðeins á klassísku máli heldur einnig kunnáttu á vísunum og skírskotunum í texta í allskonar bókmenntir og hefðir, þar á meðal ljóð, sögu og heimspeki. Svo er það þessi venjulega klisja, að konur voru útilokaðar frá námi því það þótti ekki lífsnauðsynlegt og mörgum fannst það siðferðilega rangt að þeim væri veitt meiri menntun en grunnmenntun (Beata Grant, bls 1). Eru því hér komin góð rök fyrir því að kvenskáld eiga töluvert færri fulltrúa í kínverskum ljóðasögum og hefðum en karlskáld.

Þó nokkrar kínverskar búdda konur, flestar frá efnuðum heimilum, létu eftir sig mörg ljóð sem finna má hér og þar í handritum en aðrar létu bara frá sér eitt ljóð. Ljóð búddískra nunna, hafa varðveist á svipaðan máta. Kínverskar búdda nunnur voru taldar mjög hæfileikaríkar og af þeim fór orð um góðar gáfur (Beata Grant, bls. 2).

Beata fjallar svo um leit sína að ljóðunum og hún segir okkur hve margar ljóðakonur voru frá hverju tímabili, stundum voru konur sýnilegri og stundum ekki. Þá fjallar hún um hvert skáld á undan ljóðunum og svo birtir hún lika ljóðin á kínversku letri.

Hér er á ferðinni mjög áhugaverð og fróðleg ljóðabók sem gaman var að dusta rykið af. Ljóðin hafa öll að geyma anda liðinnar tíðar en þau gætu líka verið ort í gær. Einkenni þeirra er hæversk innri ró og heimspekin skín út frá línum ljóðanna.

Ljóðin eru heillandi og ljóðið sem ég birti hér er frá konu frá Sui and Tang dynasty tímabilinu (b.c 581-907). Lítið er vitað um ljóðskáldið sjálft en ljóðið er að finna í mörgum handritum og því hefur það verið nokkuð vinsælt. Þar segir frá konu nokkurri sem farið er að lengja eftir vorinu. En eins og svo oft áður þá leitum við langt yfir skammt, því vorið var komið heima hjá henni sjálfri. Hefði hún bara beðið róleg, haft þolinmæði en ekki látið innri togstreitu taka af sér völdin og farið að leita, heldur hlustað á sitt eigið innsæi vitandi að vorið kemur allaf aftur, þá hefði hún skynjað það. Og vorið birtist alltaf fyrst í brumi trjánna.

Ljóðið þýddi Beata úr kínversku yfir á ensku og svo geri ég smá tilraun og lausþýði það yfir á íslensku.

 

Plum Blossom Nun
 
The entire day I search for spring but
spring I could not find,
In my straw sandals I tramped among the
mountain peak clauds.
Home again, smiling, I finger a spring of
fragrant plum blossom;
spring was right here on these branches in
all of its glory!
 
 
 
Blómstrandi nunnan
 
Allan daginn,
leitaði ég að vorinu,
á stráskóm
þrammaði ég fram og
aftur á milli
hárra fjalla.
Heim aftur,
brosandi skynjaði ég
vorið af
ilmandi plómutrénu;
vorið var hér á
greinum trjánna í
allri sinni dýrð!
 
Þýðing Magnea Þuríður