SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir11. maí 2023

ÞANKAGÆLUR- Katrínar

Undir bókstafnum K finn ég ljóðabókina Þankagælur frá 1977, ég blæs á rykið og hver kemur í ljós? Jú skáldkonan Katrín Jósepsdóttir frá Bergstöðum í Miðfirði V- Húnavallasýslu.
 
Bókin er 80 bls. og i henni eru 45 ljóð. Ljóðin eru öll undir ströngum aga bragfræðinnar, rímur eins í ljóðinu Angkorborg ,,Komir þú til Kombodia og Khmer-manna/sérðu hof og súlur rísa/og sérhvert verk sinn höfund prísa". ferskeytlur eins og í ljóðinu ,,Þótt mér verði verka fátt/og veðrið sólskins lítið". Umfjöllun um bókina má lesa inn á vefnum Bókin þar segir m.a.
 
 
Þankagælur. Ljóð eftir Katrínu Jósepsdóttur.

Katrín Jósepsdóttir (1914-1994), rak verslun og var með saumastofu á Norðurgötu 40 á Akureyri. Var hún gjarnan kölluð Kata saumakona. Kötu var margt til lista lagt, samdi ljóð og sögur og fékkst við að mála. Listasafn Akureyrar fékk verk hennar að gjöf og var sýning haldin á þeim árið 1997. Í sýningarskrá Haraldar Inga Haraldssonar segir m.a. List Kötu er svokölluð Naiv-list (næf), sem er einstakur tjáningarmáti og aldrei tillærður. Sá, sem ber hann í hjarta sér, á hreinan gimstein bernsku og einlægni. Hann birtist bæði í sérstakri tækninni og óbeislaðri frásagnargleðinni, sem býr yfir einstakri fegurð.
 
 
Það eru engin blóm svo aum að ekki megi líta þau augum eða fara um þau fögrum orðum. Ljóðin hennar Katrínar eru bæði einlæg og falleg. Nævisminn er hugtak sem nær oftast lengra en til þeirra sem ekki hafa gengið menntaveginn er tillærður. Margur sá er ómenntaður er getur haft góða hæfileika og margur sá er gengið hefur menntaveginn að sama skapi litla hæfileika. (smá þankar frá mér). Þankagælur er svo miklu meiri en naivísm. Hún segir manni að Karín hafi lagt fyrir sig bragfræði svo unun er af að lesa ,,Vefurinn" bls. 52 yrkir hún um líf sitt á snilldarlegan máta ,,Í höföldin er þráðurinn þokkalega unninn/um það ber sizt að kvarta/Mitt er að velja ívafið, svo mynztrið skreyti grunninn/og megi dável skarta/ ... og vefinn minn ég skreyti, svo hann skarti vel og lengi/og skýrt mér vitni beri.
 
Katrín lést árið 1994
 
 
Bækurnar mínar
 
Þótt mér verði verka fátt
og veðrið  sólskins lítið
Er mér samt í sinni kátt
Ég setið hefi oft fram á nátt
látið nægja lestrarefni skrítið.
 
Bezta eign er bókin góð.
Hún bregzt ei vinum sínum.
Ég get alltaf lesið ljóð.
Þau lyfta sinni og ylja blóð
og bergmála í hugarheimi mínum.
 
Þau eru mér þæg og töm
þó að ég sé lúin
og höndin ekkert iðjusöm.
Ég er ljóðabókum vön.
Í ljóð eru orðin list og gulli búin.
 
 
Hjal Eyvindar (fyrstu þrjú erindin)
 
Vertu hjá mér Halla
í víðáttu fjalla.
Horfðu með mér á himininn.
Hlauptu með mér um öræfin.
Þar eru grös á hjalla.
Þú skalt koma Halla.
 
Fljótt skulum þjóta
og frumeðlið blóta.
Finnum okkur feita kind.
Að fella hana er engin synd.
Þinna hlýjuhóta
hjálpaðu mér að njóta.
 
Vertu ekki í vafa.
Við skulum nægtir hafa.
Vötnin eru víð og blá.
Vel má þar í silung ná.
Ég busla og kafa.
Björg skaltu hafa.