SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir14. maí 2023

KISA EFTIR DIDDU. Sunnudagsþanki.

 
Í fallegri ljóðabók sem ber heitið Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna sem Forlagið gaf út árið 1998 er að finna ljóðið Kisa eftir skáldkonuna Diddu. Silja Aðalsteinsdóttir sá um að safna saman ljóðunum og ritar formálann. Þar kennir margra grasa og hefur Silja raðað ljóðunum upp eftir ákveðinni röð sem hún skýrir í formálanum. En ég hnaut um þetta ljóð Diddu. Didda er áræðið skáld og enginn ætti að láta ljóðin hennar fram hjá sér fara.
 
Didda 1964 skáldkona orti þetta snilldar ljóð um einmanaleikann en ljóðið kom út í ljóðabók hennar Lastafans og lausar skrúfur árið 1995. Fyndið ljóð en um leið dapurt. Didda er hér að leiða hugann að einhverju öðru þegar einmanaleikinn er ágengur eins og það að láta sem hún sé köttur. Væri ekki gott að finna einhvern nálægt sér, kela við sig, strjúka sér blíðlega um magann. Þetta leiðir hugann að nýjasta tiktok laginu. Þar segir höfundur textans að hún geti bara elskað sig sjálf og miklu meir en einhver annar ,,Flower" by Miles Cirus ,,You can love me baby, but I can love me better“ hún geti bara leitt sig sjálf og betur en einhver annar. Þarf ekki annan til þess. Spurningin er hvort einmanaleikinn sé ekki bara hið besta mál? Já kannski hjá sumum en það að vera einmanna þarf ekki endilega að þýða dapurleiki heldur bara að þú eigir stund með sjálfri þér. Kannski er líka gott að vera með sjálfum sér endrum og sinnum.
 
Kisa
 
 
Mig langar að vera strokið
eins og ketti í kelukasti,
Klappað og strokið
og svo ef til vill
kysst á trýnið
og knúsað
upp í hálsakotið.
Úff, hvað mig langar
að vera strokið þétt
niður bakið, nudduð
milli tánna, klórað
blíðlega um magann.,
blásið heitt á bringuna
og annað eyrað sogið aðeins.
Strokið niður útlimina
kysst innan á lærið og blásið
í krullurnar, vera lömuð í vellíðan
þegar núið er lapið upp úr naflanum á mér
og ég heyri ekki í eintóni einmanaleikans
fyrir malinu í sjálfri mér.
 

 

Tengt efni