ENN AF UNDÍNU SKÁLDKONU
Þó ég reyni ljóðalist
lengi hér að vanda
í næsta heimi fæ ég fyrst
fagran skáldaanda.
Undína
Þar sem hugurinn er komin á fulla ferð um hagi Undínu skáldkonu er ekki úr vegi að skoða það sem upp kemur þegar googlað er. Hér í tímariti Heimskringu frá árinu 1953 er fjallað svolítið um ljóðabókina hennar ,,Kvæði” 1952. Þar er talað um Helgu Baldvinsdóttur sem eitt af höfuðskáldum landnámsáranna í Kanada þ.e Vestur-Íslendinga. Bókin naut mikilla vinsælda bæði vestanhafs sem og hér heima.
Heimskringla - 16. tölublað (20.01.1953) - Tímarit.is (timarit.is)
Undína orti mest fyrir og um aldamótin 1900, en lítið eftir það. Hún vakti verðskuldaða athygli bókmenntamanna vestra. Kvæði hennar eru einföld og ljóðræn, mörg þeirra ættjarðarljóð. Bestu ljóð hennar eru dapurleg og rómantísk, birta rótleysistilfinningu landnemanna á látlausan hátt. Heildarútgáfa á ljóðum hennar kom út 1952, Kvæði. Heimild: Wikipedia