ÓLÖF J. JAKOBSSON 1895-1970
Þær láta ekki mikið yfir sér ljóðabækurnar tvær sem hún Ólöf J. Jakobsson gaf út rétt fyrir miðbik síðustu aldar. Bækurnar eru gefnar út í Reykjavík af henni sjálfri. Fyrri bókin hennar heitir ,,Hlé" og kom út árið 1937 prentað af Steindórsprenti H.F í 200 eintökum þar af 100 tölusettum. Hin bókin ,,Engill minn" kom út árið 1946 og var prentuð af Félagsprentsmiðjunni H.F.
Ljóðin eru að mestu þau sömu í seinni bókinni og þeirri fyrri að undanskildu ljóðunum 17. Júní 1946, Engill minn, Rottan og Úlfur.
Mann setur hljóða við lestur ljóðanna. Þau eru dimm og drungaleg en þau eru líka mjög vel ort, meitluð og vönduð. Málfarið fjölskrúðugt og bragarhættir flóknir. Ólöf er að mínu viti allgott skáld þess bera ljóðin hennar vitni.
Við lesturinn vakna margar spurningar eins og hver var Ólöf J. Jakobsson og einnig hver var Vilhelm Jakobsson, maðurinn sem hún tileinkar fyrri bókinni til dæmis? Þarna þarf maður að grúska í gömlum gögnum og þá er best að googla. Algerlega óviss um hvað maður gæti rekist á. Þegar nafnið Ólöf J. Jakobsson er slegið upp er í fyrstu að finna minningarljóð um Elínu Sigurðardóttur skáldkonu sem birtist í Morgunblaðiðnu þriðjudaginn 28. Júní 1938. Falleg limra í þremur erindum.
Í Vísir í desember 1938 er lítil frétt um ljóðabókina ,,Hlé" kynnt og þar voru þau orð látin falla að Ólöf ef hún héldi áfram að yrkja væri hún framarlega í flokki kvenna sem fengist við kveðskap, hún væri prýðilegur hagyrðingur og það sem meira væri hún væri gott skáld. Vísir - 348.A tölublað (21.12.1938) - Tímarit.is (timarit.is)
Ólof Jónsdóttir Jakobsson var frá Smiðjuhóli, Álftaneshreppi hún var fædd 7. júní 1895 – 1970. Ólöf var lengi safnvörður á Þjóðminjasafninu. Maki hennar var Vilhelm Jakobsson oft nefndur Villi kennari eða Villi boxari. Veturliði Óskarsson skrifaði langan pistil um Vilhelm og hans aðkomu að stjórnmálum hér á landi. Skemmtilegur pistill sem gaman er að lesa. Vilhelm gekk undir mörgum nöfnum. Nöfnum sem hann skáldaði upp m.a. eins og nafnið Haki, Veturliði byggir pistil sinn á blaðagreinum og skrifum um og eftir Vilhelm. Það er ekki annað að sjá en að Vilhelm hafi skilið eftir sig eftirminnilega sögu hér á landi. Sjá. Arsrit2015.pdf (diva-portal.org). Þau Ólöf og Vilhelm eignuðust eina dóttir Dennu Steingerði Elligston. Denna fór ung til náms til Bandaríkjanna og settist þar að. Hún tók Doktorspróf frá Háskólanum í Minnesota í bókmenntum. Hún var lengi íslensku og dönskukennari við Barkleyháskólann. Denna giftist John R. Elligston prófessors og rithöfundi. John var þá nýútskrifaður úr Prinstonháskóla úr húmantískumfræðum Ph, Beta, Kappa og var hann lengi í ritnefnd Mannréttindaútgáfu Sameinuðu þjóðanna. Morgunblaðið - 270. tölublað (06.12.1979) - Tímarit.is (timarit.is).
Ekki er mikið að finna um skáldkonuna sjálfa. Hvað er hún að segja okkur í ljóðunum sínum og af hverju eru þau svo dimm. Í ljóðinu ,,Bálför" yrkir hún svo; ,,,Ég gengi á bálið með bros á vörum/á bálið í hinsta sinn./Um kistuna hvítguli loginn leikur/er líkami eyðist minn./Ég geng á bálið með bros á vörum,/nú ber mig snekkjan mín skjót í förum/í heiðbláan himininn." og á öðrum stað; Svanurinn ,,Ég vissi hvítan, viltan svan/ með voldugt ættardramb,/en fjörtaðan við sorp og sand/á söltum marlarkamb./Með töframátt í mýkt og hæð/og málmi skærri hljóð,/það var, ef söng hann sorgarlag,/sem seytlaði hjartablóð." og ljóðið Hreppakerling ,,Úti´ í horni hrum og lotin/hendur að sér leggja má,/dauðans lömuð, heillum horfin,/heilsulaus og vinafá./Næstum sjónlaus, opin augun/út í loftið stara´ og gá."
Hlé