SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 5. júlí 2023

THEODORA THORODDSEN, 160 ÁR

Þann 1. júlí árið 1863 fæddist skáldkonan Theodora Thoroddsen.

Theodora orti fallegar ljóðaþulur og finna má í ljóðabókinni hennar Þulur sem fyrst kom út árið 1916. Ljóðin eru myndskreytt af Guðmundi Thorsteinsson (Muggi) og Sigurði Thoroddsen.

Það er alltaf gaman að rifja upp og skoða gamlar gersemar okkar þekktustu listamanna.

Nú í ár eru liðin 160 ár frá fæðingu Theodoru því er vert að minnast hennar.

 

Hér eru nokkrar myndir úr 1. útgáfunni.