SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir24. september 2023

HAUSTJAFNDÆGUR - LJÓÐ DAGSINS

Baráttukonan Björg Pétursdóttir var fædd árið 1875 á Birningsstöðum í Laxárdal. Henni var margt til lista lagt ásamt því að berjast fyrir réttindum verkakvenna var hún hvatamaður að því að stofnuð yrðu hér á landi baráttusamtök. Hún taldi það vera eitt af mikilvægustu málefnum þess stundar vegna þess að virðing fyrir störfum kvenna var lítil. Björg var þó einnig góður hagyrðingur og snemma hneigðist hugur hennar til kveðskapar. Í ljóðunum má greina sterka ættjarðarást sem og virðingu fyrir náttúrunni.

Björg á ljóð dagsins í dag. Nú þegar haustið er skollið á. Úr ljóðabókinni hennar: Tvennir tímar 2018

Haustljóð
 
Eitt af því sem íslensk þjóð
á og lítt af gumar,
eru haustsins erfiljóð
eftir vor og sumar.
 
Sá sem hausti hörpu gaf
hana bjó með töfrum.
ég held hún taki öllum af
Íslands skálda jöfrum.
 
Samt er ei gott að segja um það,
svo er úr mörgu að velja.
Sumir finna öllu að
aðrir stjörnur telja.

 

Meira um Björgu Pétursdóttir sjá:

140045_Tvennir-timar_net.pdf (framsyn.is)