SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir18. nóvember 2023

HELGA Á ENGI

Helga Þórðardóttir Larsen á Engi fæddist 14. maí árið 1901 hún ritaði endurminningar sínar og Gísli Siguðursson ritstjóri Vikunnar skráði niður hina sérstöku frásagnargleði sem einkenndi hana.

Endurminningarnar sem komu út árið 1963 bera heitið ,,Út úr myrkrinu".   Ævisaga Helgu á Engi.       

,,Helga Larsen á Engi við Reykjavík hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Faðir hennar hljóp að heiman, þegar hún, ellefta barn hans, fæddist. Helga ólst upp á sveit við óvenjulega bágt atlæti. Hún kemur víða við og segir frá mörgum þekktum aðilum frá þeim tíma. Hún giftist dönskum manni og byrjaðu þau búskap við algjört allsleysi í upphafi kreppunnar miklu. Hún segir frá ótrúlegum raunum og niðurlægingu á Úlfljótsvatni, í þakherbergi við Framnesveg, á Grímstaðaholti og Langeyri við Hafnarfjörð.Síðan kemur það stóra við þessa konu, hvernig hún með framúrskarandi viljaþreki vinnur sig upp, eftir að hún flutti að Hjalla og síðar að Engi.  Samt varð hún að þola högg í högg, hvað eftir annað. Á Engi tók hún við niðurníddu koti og er nú búin að byggja það upp og rækta. Þar er hún komin út úr myrkrinu, sem umkringdi hana öll hin fyrr ár"

Grípum aðeins niður í fyrsta kafla bókarinnar.

Upphaf mitt í Vola

,,Á sléttunni suður af Skeggjastöðum í Hraungerðishreppi stendur lítið kot. Það heitir Voli. Undarlegt nafn og ekki veit ég með vissu afhverju það er dregið: Þetta kot er nú í eyði; það hefur ekki verið byggð þar síðan fátækur barnamaður flosnaði upp þaðan fyrir fjörtíu árum. En hann var raunar ekki sá fyrsti, sem flosnaði upp frá Vola Þetta var örreitiskot og þó var það grösugt eins og víðast í Flóanum. Svo segir: Þetta bæjarnafn, Voli, það hefur alltaf minnt mig á annað orð: Volæði. Þannig var búskapurinn þetta eina ár og verri en það. Allsleysi er betra orð til að lýsa honum. Það voru fædd níu börn, þegar hér var komið við sögu, en þrjú þeirra höfðu dáið drottni sínum. Það þótti ekki tiltökumál í þá daga. Barnadauði var eðlilegur og hversdagslegur hlutur. Þetta fólk sem hér um ræðir voru foreldrar mínir og nú er ég komin að mínu eigin upphafi. Það var komið vor á því herrans ári 1901. Allt seig á ógæfuhliðina á Vola, þó svo að búfénaður var komin á beit og græn grös var lítið til matarkyns á bænum. Það skorti jafnvel eldivið til þess að hægt væri að hita matinn á hlóðunum. Þegar hvert sprek og tað var uppurið, þá var ekki um annað að ræða en brjóta hurðirnar í eldinn. Og þegar apríl var allur, þá gafst faðir minn endanlega upp. Móðir mín var komínn á steypirinn og heimilið bjargarlaust með ellefu börn. Hann axlaði sín skinn og kvaðst ætla suður til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hann kom aldrei aftur.

Að lesa um hag almennings fyrr á tímum er fróðleg iðja og gefur manni meiri skilinga á líðan fólks hér áður fyrr. Helga á Engi ritaði endurminningar sínar og með þeim fáum við innsýn inn í heim aldamótakynslóðarinnar ekki bara frá sjónarhorni karla heldur þeim glímum sem konur glímdu við líka.

Helga lést árið 1989

Heimilir: Út úr myrkrinu

Dagblaðið Vísir - DV - 197. tölublað (01.09.1994) - Tímarit.is (timarit.is)

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“ - Bændablaðið (bbl.is)