UTAN VIÐ ALFARAVEGINN
Ingibjörg Þorgeirsdóttir skáldkona og kennari 1903-2003
Árið 1991 kom út ljóðabók eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttir sem heitir ,,Líf og litir" . Bókin hefur að geyma áður útgefin ljóð úr tveimur ljóðabókum hennar sem bera heitið ,, Líf og litir“ sem hún gaf út árið 1956 og ,,Gamlir strengir“
Ljóðin hennar Ingibjargar er einlæg og falleg. Úr fyrri bókinni yrkir hún ljóð eins og ,,Harpan hulda“ Er sefur ys eftir annir dagsins/og aftans blævængur skýlir sal,/ég greini tóna frá hörpu huldri/og hljómur titrar um fell og dal. Ljóð sem gott er að lesa vegna þess að það fær mann til þess að hugsa um fegurðina í veröldinni. Þarna er vetur bráðum búinn og harpan rétt handan við hornið að boða komu vorsins. ,,Já, einhvers staðar svo undur nærri/en á sem firðin þó dulan svip,/hún bíður handan við huliðstjaldið/með hundruð strengja og þúsund grip. Þarna er Ingibjörg að orða svo vel bæði sína sýn sem og tilfinningar fyrir því að vetur er að hörfa með alla sína dimmu og flóknu stundir ,,Til hennar leitar og leiðir finnur/- sem lindir falli í djúpsins skál /hinn þögli skari af lífsins lendum,/þeim lánar harpan sitt eigið mál“ og ,,Já, undraharpa, þitt æ er valdið,/og allir krjúpa að fótum þér,/jafnt sorgar nornanna dökku dætur/sem draumagyðjunnar ljósi her.“ Manni hlýnar bara við lestur ljóðsins um Hörpuna hennar Ingibjargar um leið og hugurinn leitar til þess að kannski ef hún hefði ekki gefið út ljóðin sín værum við fátækari því eitt er víst að allt það sem er fagurt er þess virði að lesa og velta vöngum yfir. Sérílagi vegna þess að þannig aukum við orðaforðann, viðhöldum fallegri íslensku og ekki síst berum hana áfram til komandin kynslóða. En var það ekki líka eitthvað meira og dýpra sem lág þarna undir, Ingibjörg var hugsandi og hún var aldamótakona sem braust til mennta, braut sig undan hefðinni.
Ármann Jakobsson segir í umfjöllun um skáldkonur fyrri tíma að uppreisn aldamótakynslóðarinnar hafi beinst gegn röð og reglum bæði í listum sem og í þjóðfélaginu öllu. Ingibjörg er þar fulltrúi kvenna eins og Theodóra skáldkona sem Ármann fjallar um og hann segir jafnframt að ,,Sjaldan hafa listamenn, vísindamenn og þeir sem tók þátt í þjóðfélgsumræðu verið meðvitaðri um þessi tímamót, að þeir stæðu á krossgötum gamals og nýs tíma Þetta braust fram í uppreisn gegn því gamla, hvort sem var í þjóðskipulagi eða listum. Haldin voru réttarhöld yfir gamla tímanum, eins og Virginia Woolf orðaði það. Uppreisn þessi hafði aftur á móti engin skýr markmið, snerist frekar um það sem átti að hverfa en það sem átti að taka við. Í mínum huga var uppreisnin skýr og augljós og enn er barist öllum þessum árum síðar. Margt áunnist en enn langt í land. Þekking (versus) viðhorf.
Andvari - 1. Tölublað (01.01.1997) - Tímarit.is (timarit.is).
Ingibjörg yrkir endalaust falleg ljóð sjá;
Ingibjörg Þorgeirsdóttir var fædd að Höllustöðum í Reykhólasveit, Borgarfirði árið 1903. Hún var kennaramenntun og ritaði greinar í blöð og tímarit. Ingibjörg var góður hagyrðingur og gott skáld.
Ingibjörg lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 28. mars árið 2003. Foreldrar hennar voru bændahjónin Kristrún Salbjörg Jóhannsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson.
Ingibjörg gaf út tvær ljóðabækur. Líf og liti árið 1956 og Gamlir strengir árið 1991
Jenna Jensdóttir fjallaði um skáldkonuna í Morgunblaðinu 6. júní 1992
https://timarit.is/page/1765946#page/n11/mode/2up
Hér er svo minningargrein um Ingibjörgu
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/723763/